1912_2413.jpg
1912_2409.jpg

Stefanía Thors & Helgi Sv. Helgason

 

 

Stefanía Thors útskrifaðist með master í leikhúsfræðum árið 2001 frá DAMU, listaháskólanum í Prag.

Hún hefur starfað sem klippari til margra ára, hefur leikstýrt og unnið við framleiðslu leikhúss, auglýsinga og kvikmynda. Einnig hefur hún unnið sem skrifta, við leikmuni,      í ljósadeild og margt annað sem viðkemur framleiðslu myndefnis.

 

Helgi Sv. Helgason hefur stundað nám í tónlistarskóla FÍH, Den Rythmiske Musik Conservatorium í Kaupmannahöfn og Listaháskóla Íslands.  Hann hefur starfað sem tónlistarmaður til fjölda ára og spilað inn á allmargar hljómplötur, samið tónlist fyrir fjölda leikverka, auglýsinga og kvikmynda.

Einnig hefur hann unnið bæði Grímu verðlaun, Íslensku Tónlistarverðlaunin, Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir verndun Íslenskrar Tungu og Menningarverðlaun DV.